Starf Gregg Ryder ekki í hættu

Gregg Ryder.
Gregg Ryder. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ekki hafa komið til umræðu að reka Gregg Ryder úr starfi sem þjálfara KR í Bestu deild karla í fótbolta. Uppsögn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Haugesund hefur vakið spurningar um stöðu Ryder í Vesturbænum.

Páll segir í samtali við 433.is að staða Gregg sé óbreytt þrátt fyrir fregnir af brotthvarfi Óskars Hrafns frá norska liðinu Haugesund.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki,“ segir Páll.

KR hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum en liðið er með sjö stig eftir sex leiki í áttunda sæti deildarinnar eftir 2:1-tap gegn HK á Meistaravöllum í gær. Tveir leikmenn KR fengu rautt spjald í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert