Stjarnan vann sjö marka leik

Eyrún Embla Hjartardóttir varnarmaður Stjörnunnar og Snædís María Jörundsdóttir úr …
Eyrún Embla Hjartardóttir varnarmaður Stjörnunnar og Snædís María Jörundsdóttir úr FH í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Stjarnan hafði betur gegn FH í sjö marka leik í Garðabæ í dag í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, 4:3.

Liðin eru þá jöfn að stigum um miðja deild með 6 stig hvort.

Leikurinn byrjaði af krafti en fimm mörk voruð skoruð á tíu mínútum í fyrri hálfleik.

Fyrsta mark  leiksins kom þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar og þau komu hvert á eftir öðru eftir það.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir vann boltann hátt á velinum eftir erfiða sendingu frá Aldísi Guðlaugsdóttir í marki FH. Úlfa sendi boltann á Esther Rós Arnarsdóttir sem setti boltann niðri í nærhornið og inn fór hann.

Stjarnan tvöfaldaði forskotið þremur mínútum síðar. Úlfa sendi boltann á Esther sem sendi fyrir, varnarmaður potaði boltanum burt en hann komst ekki lengra en á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttir sem var mætt inn í og hamraði boltann í þverslánna og inn.

Mínútu síðar minnkaði Snædís María Jörundsdóttir muninn fyrir FH gegn uppeldisfélaginu. Ída María Hermannsdóttir var með fyrirgjöfina en þetta var hennar fyrsti leikur með FH.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir drap allar vonir FH á endurkomu þegar hún skoraði þriðja mark Stjörnunnar aðeins mínútu eftir mark Snædísar.

Fjórða mark Stjörnunnar skoraði svo Caitlin Cosme eftir hornspyrnu en hún negldi boltanum í netið eftir krafs í teignum.

Staðan 4:1 í hálfleik eftir æsispennandi tíu mínútna kafla. 

Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði svo glæsilegt mark fyrir FH sem minnkaði muninn í 4:2 á 74. mínútu með glæsilegu marki. Fast sko nokkrum metrum fyrir utan vítateiginn beint í samskeytin.

Breukelen Woodard skoraði svo þriðja mark FH á 93. mínútu eftir fyrirgjöf frá Thelmu Karen Pálmadóttir. Breukelen sendi boltann út á Thelmu sem sendi hann á lofti inn í teig þar sem Breukelen stangaði hann inn.

Fleiri urðu mörkin þó ekki og Stjarnan tók öll þrjú stiginn.

Stjarnan 4:3 FH opna loka
90. mín. Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka