Leiknir vann Breiðholtsslaginn, Njarðvík vann Þrótt

Oumar Diouck skoraði eina markið á Þróttarvelli
Oumar Diouck skoraði eina markið á Þróttarvelli mbl.is/Óttar Geirsson

Leiknir sigraði nágranna sína í ÍR, 1:0, á Leiknisvelli í 1. deild karla í fótbolta í dag. Omar Sowe skoraði eina mark leiksins. Á sama tíma vann Njarðvík í Laugardalnum.

Omar Sowe kom Leikni yfir á 34. mínútu í dag en brást bogalistin af vítapunktinum í síðari hálfleik þegar Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, markvörður ÍR, varði frá honum. Leiknir var án stiga fyrir leikinn og sigurinn því kærkominn. ÍR er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Njarðvík skellti Þrótti, 1:0, á Þróttarvelli og eru þeir grænklæddu með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Heimamenn í Þrótti eru með eitt stig. Oumar Diouck skoraði eina mark leiksins sjö mínútum fyrir leikslok.

Omar Sowe afgreiddi ÍR í grannaslagnum
Omar Sowe afgreiddi ÍR í grannaslagnum Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert