Bikarmeistararnir úr leik

Hildur Karítas Gunnarsdóttir og Kristín Erla Johnson eigast við í …
Hildur Karítas Gunnarsdóttir og Kristín Erla Johnson eigast við í leik Aftureldingar og Víkings. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Víkingur er úr leik í bikarkeppni kvenna í fótbolta eftir 1:0 tap gegn Aftureldingu sem spilar í næst efstu deild.

Afturelding komst yfir eftir aðeins átta mínútur en markið skoraði Hildur Karítas Gunnarsdóttir, fyrirliði Aftureldingar.

Víkingur var í næst efstudeild í fyrra þegar liðið vann þrjú lið í Bestu deild í bikarkeppninni og vann titilinn, Selfoss 2:1, FH 2:1 og Breiðablik 3:1 í úrslitaleiknum en dettur nú út í 16- liða úrslitum.

Valur valtaði yfir Fram

Valur vann 8:0 yfirburðasigur á Fram sem er í næst efstu deil og var án Öldu Ólafsdóttir sem er lykilleikmaður í liðinu.

Amanda Jacobsen Andradóttir átti frábæran leik fyrir Val og skoraði þrennu. 

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði tvö og Fanndís Friðriksdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Katherine Cousins skoruðu eitt.

FH áfram eftir markaleik

FH vann FHL í spennandi leik í Hafnarfirðinum sem endaði 3:2 fyrir heimakonum. Snædís María Jörundsdóttir kom FH yfir eftir aðeins 13. mínútur en Emma Hawkins jafnaði metin í 1:1 í fyrri hálfleik. Samantha Smith kom gesturnum svo óvænt yfir en Ída MAría Hermannsdóttir jafnaði metin með hennar fyrsta marki fyrir FH.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði svo sigurmarkið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert