Reiknar með að Sveindís sé í lagi

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik Íslands og Póllands í undankeppni …
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik Íslands og Póllands í undankeppni EM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveindís Jane Jónsdóttir verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta 31. maí og 4. júní þrátt fyrir meiðsli sem hún varð fyrir í gær.

Sveindís þurfti að fara af velli í leik gegn Essen í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar í gær en markvörður Essen braut gróflega á henni og fékk rauða spjaldið fyrir vikið.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði við fótbolti.net í dag að hann ætti ekki von á öðru að Sveindís yrði með í landsleikjunum. „Hún fékk skurð á hnéð og þurfti að fara út af. Hún var brött með þetta í gær," sagði Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert