„Verð að bíta í þetta súra epli“

Margrét Lára undirbýr sig að taka vítaspyrnuna gegn Frökkum í …
Margrét Lára undirbýr sig að taka vítaspyrnuna gegn Frökkum í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta eru mikil vonbrigði í ljósi þess að við fengum okkar færi en það þýðir ekki að klúðra þeim á móti svona andstæðingum, þá er manni refsað,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við Morgunblaðið. Hún lagði upp mark Hólmfríðar Magnúsdóttur í byrjun leiks en náði ekki að skora úr vítaspyrnu korteri fyrir leikslok.

„Vítið var ekki nógu gott. Þetta er stórfurðulegt, ég hafði einhverja tilfinningu fyrir því að þessi staða kæmi upp og ég tók þrjár vítaspyrnur sérstaklega á æfingunni í gær. Sagði markmanninum í hvaða horn ég myndi skjóta, og þau fóru öll upp í samskeytin. En svo tókst þetta ekki í dag, þetta var okkar tækifæri til að komast aftur inn í leikinn og það hefði breytt gangi mála ef staðan hefði verið 3:2 á þessum tímapunkti. Ég verð að bíta í þetta súra epli en það þýðir ekkert að svekkja sig of lengi á því,“ sagði Margrét Lára í leikslok í Tampere.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert