Hannes og félagar haldi sig á línunni

Eins og sjá má á myndinni var Subasic kominn ansi …
Eins og sjá má á myndinni var Subasic kominn ansi langt út í teig er hann varði spyrnuna frá Ramos. AFP

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, þarf að hafa varann á því nú hefur Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá evrópska knattspyrnusambandinu, stigið fram og sagt að markverðir fái gult spjald fari þeir of snemma af línunni þegar víti eru tekin.

Hann segir mistök hafa verið gerð af hálfu dómarans Bjorns Kuipers, að leyfa markverði Króata, Danijel Subasic, að fara eins langt frá línunni og raun bar vitni er hann varði víti Spánverjans Sergios Ramos í leik liðanna í riðlakeppninni.

Tilburðir Subasics vöktu athygli og segir Collina að mistök hafi verið gerð og dómarar leiksins hafi ekki séð atvikið.

„Því miður yfirsást dómarateyminu þetta,“ sagði Collina. „Þetta voru mistök í annars vel dæmdum leik.“

Collina segir reglurnar skýrar - endurtaka eigi vítið og markvörðurinn áminntur.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin