Hissa ef við vinnum EM

Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck AFP

„Í fótbolta er alltaf raunhæfur möguleiki á að vinna alla leiki,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, þegar hann var spurður að því af fréttamönnum í Annecy í gær hvort Ísland gæti leikið sama leik og Grikkland árið 2004 og staðið uppi sem Evrópumeistari 10. júlí.

„En það var gríðarlega óvænt þegar Grikkir unnu Evrópumótið. Ef við vinnum þessa keppni þá verð ég að viðurkenna að ég yrði dálítið hissa!“ sagði Lagerbäck léttur í lundu í sólinni í Annecy í gær en hann var umsetinn erlendum fréttamönnum, ásamt þeim íslensku, eftir æfingu liðsins.

Hann staðfesti að sigur Íslands á Austurríki í gær væri ein af hans stóru stundum á ferlinum. „Já, ef ég horfi á ferilinn í heild þá eru þetta ein af bestu úrslitunum. Það er alltaf horft á Ísland sem litla liðið þannig að ná þessum árangri með íslenska landsliðið er dálítið sérstakt. Vissulega er alltaf gaman að komast í gegnum fyrstu umferð á stórmóti en þetta er dálítið sérstakt,“ sagði Lars.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin