Kusu ekki í forsetakosningunum

Theódór Elmar Bjarnason og Ragnar Sigurðsson fagna í leikslok gegn …
Theódór Elmar Bjarnason og Ragnar Sigurðsson fagna í leikslok gegn Austurríki. AFP

Íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu gafst í gær kostur á að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á Íslandi á morgun.

Þeir Arnór Ingvi Traustason og Theódór Elmar Bjarnason sögðu á fréttamannafundi í morgun að þeir hefðu ekki nýtt atkvæðisrétt sinn.

„Þegar Toggi (Þorgrímur Þráinsson) dró framboð sitt til baka þá ákvað ég að kjósa ekki en ég vona að aðrir hafi kosið rétta manninn,“ sagði Theódór Elmar en Þorgrímur sem er hluti af landsliðshópnum ákvað að bjóða sig sem fram sem forseti en dró síðan framboð sitt til baka.

 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin