Væru ekki á EM án Lagerbäcks

Landsliðið á æfingu í Annecy í morgun.
Landsliðið á æfingu í Annecy í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ísland væri ekki á Evrópumótinu án Lars Lagerbäcks segir fyrrverandi landsliðsþjálfari Norðmanna.

„Hann er gífurlega reyndur og þekkir alþjóðlegan fótbolta mjög vel. Án Lars væri Ísland ekki á EM,“ segir Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, í norskum fjölmiðlum í dag.

„Ég held ekki að margir á Íslandi hafi trúað því að Ísland kæmist í úrslitakeppnina en hann gerði það alltaf,“ segir Semb.

Lars Lagerbäck er á sínu sjöunda stórmóti sem þjálfari en fimm sinnum kom hann Svíum á EM eða HM og undir hans stjórn komust Nígeríumenn á HM.

 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin