Guðni Th. stefnir ekki heim frá Hollandi

„Ég hlakka til að fylgjast með leiknum í kvöld og veit að þjóðin öll stendur á bak við liðið okkar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is í Tilburg í Hollandi þar sem hann var staddur ásamt fleiri Íslendingum í aðdraganda fyrsta leik íslenska kvennalandsliðið við Frakka á EM í kvöld.

„Það verða nokkur þúsund Íslendinga á vellinum og hérna er þegar kominn þónokkur fjöldi fólks. Það verður gaman að hita upp fyrir leikinn,“ sagði Guðni, en ætlar hann að vera í Hollandi allt mótið og fylgja íslenska liðinu eftir?

„Hver veit? Ég verð að minnsta kosti fyrstu þrjá leikina og svo skulum við sjá til með framhaldið. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við mbl.is í Tilburg.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnar EM-sætinu í haust.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnar EM-sætinu í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. APRÍL

Útsláttarkeppnin