Ætlum að vera besta varnarlið mótsins

„Þær eru með mjög góða einstaklinga,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, fyrir leikinn við Sviss á EM í Hollandi á laugardag.

Gunnhildur ræddi við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins í Ermelo í dag. Hún lék í stöðu hægri „vængbakvarðar“ gegn Frökkum í fyrrakvöld en hefur oftast leikið sem miðjumaður á sínum ferli.

„Mér leið bara vel í þessari stöðu. Ég fékk að spila tvo leiki fyrir mótið í þessari stöðu og maður er stöðugt að læra á hana. Mér finnst skemmtilegt að spila þessa stöðu, auðvitað er maður alltaf að læra meira, en mér líður mjög vel í henni,“ sagði Gunnhildur. Ljóst er að Ísland má helst ekki tapa leiknum við Sviss ætli liðið að komast áfram í 8-liða úrslitin.

„Við förum í alla leiki með það í huga að við ætlum að vera besta varnarlið mótsins. Við ætlum í leikinn jafnbaráttuglaðar og gegn Frakklandi,“ sagði Gunnhildur, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin