Þær íslensku alls ekki of grófar

Martina Voss-Tecklenburg.
Martina Voss-Tecklenburg. AFP

Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari svissneska landsliðsins í knattspyrnu kunni vel að meta baráttuna í íslenska liðinu og lætin í íslensku stuðningsmönnunum er Sviss vann Ísland 2:1 á EM í Hollandi í knattspyrnu kvenna.

„Við vissum það fyrir leikinn að leikurinn gegn Íslandi yrði erfiður. Þetta er frábært lið með frábæran baráttuanda og lið sem gefst aldrei upp,“ sagði Voss-Tecklenburg. 

Hún sagði jöfnunarmark Sviss fyrir leik hafa verið afar mikilvægt og að að langar sendingar Íslands yllu öllum liðum vandræðum.

Spurð hvort henni fyndist íslensku leikmennirnir of grófir sagði Voss-Tecklenburg svo alls ekki vera.

„Nei, þetta er þeirra stíll og ég er endurtek. Þær hafa frábæran baráttuanda. Frá þessu litla landi. Þær gefast aldrei upp. Stuðningsmennirnir voru líka frábærir. Við lifum fyrir svona augnablik, fyrir svona stemningu. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta,“ sagði Voss-Tecklenburg og hrósaði Íslandi enn frekar.

„Ég kann vel við Frey þjálfara og liðið. Við vitum hvað við fáum þegar við spilum við Ísland. Þeirra frammistaða var frábær. Einnig fyrir stuðningsmennina og sjónvarpið. Þetta var öðruvísi kvennaknattspyrnuleikur,“ sagði Voss-Tecklenburg.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin