Aron: Stór munur á þriðja og fjórða sæti

Aron Pálmarsson sækir að frönskum varnarmanni í leiknum í gær.
Aron Pálmarsson sækir að frönskum varnarmanni í leiknum í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Það er stór munur á að lenda í þriðja sæti eða því fjórða á móti eins og þessu og ég veit að við mætum alveg dýrvitlausir. Það er kannski skrýtið fyrir mig, 19 ára gamlan sem er að keppa á mínu fyrsta stórmóti, er að vera drullufúll yfir því að vera spila um þriðja sætið," sagði Aron Pálmarsson við mbl.is en hann átti frábæra innkomu í fyrri hálfleik gegn Frökkunum í gær og skoraði 6 mörk á 15 mínútna kafla.

,,Fyrst við tökum ekki gullið að þessu sinni þá kemur ekki til greina að sleppa bronsinu. Við rífum okkur upp og mætum grimmir í leikinn um þriðja sætið,“ sagði Aron, sem heldur betur hafið staðið sig vel á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert