„Köstum þessu fáránlega frá okkur“

Aron Pálmarsson að skora í leiknum gegn Króötum.
Aron Pálmarsson að skora í leiknum gegn Króötum. Ljósmynd/Uros Hocevar,EHF

„Við ætluðum ekki að vera í þessari stöðu eftir leik,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir að Ísland tapaði fyrir Serbíu 29:26 í lokaleik sínum í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu.

Ísland þarf nú að bíða ör­laga sinna. Ef Svíþjóð nær jafn­tefli eða sigri gegn Króa­tíu í síðari leik riðils­ins í kvöld þá er Ísland úr leik.

„Það er þreytandi að þurfa að treysta á aðra. Við ætluðum okkur sigur í þessum leik og vorum með þá. Köstum þessu fáránlega frá okkur undir lokin og gefum þeim þennan sigur,“ sagði Aron í beinni útsendingu við RÚV.

En hvað fór úrskeiðis undir lokin?

„Við töpuðum of mörgum boltum og það var lítil markvarsla. Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik og því fór þetta svona. Nú er að treysta á Króata að gera sitt,“ sagði Aron Pálmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert