West Ham enn í vandræðum

Lee Bowyer leikmaður West ham niðurlútur eftir tapleikinn gegn Tottenham …
Lee Bowyer leikmaður West ham niðurlútur eftir tapleikinn gegn Tottenham á sunnudaginn. Reuters

Vandræðagangur Íslendingaliðsins West Ham heldur áfram. Nú hefur enska knattspyrnusambandið og lögreglan í Lundúnum hafið rannsókn á því hvort einhver hluti stuðningsmanna West ham hafi verið með kynþáttarfordóma í leik West Ham og Tottenham á Upton Park á sunnudaginn. Verið er að skoða myndir úr upptökuvélum en forráðamenn Tottenham sendu inn kvörtun til enska knattspyrnusambandsins eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert