Whelan: Samtök um að kæra ákvörðunina um West Ham

Eggert Magnússon gengur af fundi stjórnar úrvalsdeildarinnar eftir að West …
Eggert Magnússon gengur af fundi stjórnar úrvalsdeildarinnar eftir að West Ham var sektað á dögunum. Reuters

Dave Whelan, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Wigan Athletic, segir að fari svo að West Ham nái að halda sæti sínu í deildinni muni þau sex félög sem eru í kringum West Ham í fallbaráttunni án efa bindast samtökum um að kæra ákvörðun stjórnar úrvalsdeildarinnar um að svipta félagið ekki stigum.

Whelan telur að West Ham hafi sloppið mjög vel með 5,5 milljón punda sektina sem félagið fékk vegna viðskiptanna með Carlos Tévez og Javier Mascherano.

„West Ham framdi alvarlegt lögbrot. Þeir brutu reglur og lugu, og það hefði átt að draga 10 stig af félaginu. Ef okkur reynists unnt að kæra West Ham eða úrvalsdeildina, munum við örugglega gera það," sagðu Whelan en Wigan og West Ham eru jöfn að stigum í 17.-18. sæti þegar tveimur umferðum er ólokið.

„Réttlætinu verður fullnægt ef West Ham verður annað þeirra tveggja liða sem fellur til viðbótar, en til þessa hefur ekkert réttlæti komið fram í þessu máli. Ég býst við því að neðstu sex liðin muni sýna samstöðu í þessu máli, sama hvaða tvö lið falla, ef West Ham er ekki annað þeirra. Ég mun styðja allar þær aðgerðir sem gripið verður til," sagði Whelan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert