Ensk blöð tala um vopnað rán

Andrea Pirlo tekur aukaspyrnuna, sem lenti á upphandlegg Filippo Inzaghis.
Andrea Pirlo tekur aukaspyrnuna, sem lenti á upphandlegg Filippo Inzaghis. Reuters

Ensk blöð eru æf yfir fyrra markinu, sem AC Milan skoraði gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu í gærkvöldi. Þar lenti boltinn í öxl Filippo Inzaghis eftir aukaspyrnu og breytti um stefnu þannig að markvörður Liverpool kom engum vörnum við.

„Armed Robbery" segir The Sun í fyrirsögn í hefðbundnum orðaleik en þar er vísað bæði til vopnaðs ráns og þess að boltinn hafi farið í handlegg Inzaghis. „Daily Mirror" segir sömuleiðis í fyrirsögn að Inzaghi hafi stolið sigrinum.

Sparksérfræðingar á norrænum blöðum segja að ekki hafi verið annað séð en að markið hafi verið fullkomlega löglegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert