Brighton blandar sér í Tévez-málið

Carlos Tévez er áfram í umræðunni og málið flækist enn.
Carlos Tévez er áfram í umræðunni og málið flækist enn. Reuters

Brighton, sem leikur í ensku 2. deildinni í knattspyrnu, hefur blandað sér í deilurnar um Carlos Tévez og félagaskipti hans til West Ham síðasta haust. West Ham, með Tévez innanborðs, vann Brighton 3:0 í bikarkeppninni í janúar og forráðamenn Brighton telja sig eiga einhvern rétt, verði niðurstaðan sú að refsa eigi West Ham frekar vegna þessa máls.

Sheffield United hefur sem kunnugt er krafist þess að sérstakur dómstóll úrskurði um þá niðurstöðu stjórnar úrvalsdeildarinnar að sekta West Ham um 700 milljónir króna vegna þess að ekki hafi verið rétt staðið að félagaskiptunum hjá Tévez, en draga ekki stig af liðinu. Stjórnin hefur samþykkt að dómstóllinn verði skipaður en telur að eftir sem áður séu engar líkur á að úrskurðinum verði hnekkt.

„Við fylgjumst með málinu, höfum sent bréf til að árétta okkar stöðu, og sjáum svo til hvernig málið þróast," sagði Martin Perry framkvæmdastjóri Brighton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert