Anderson og Nani á leið til Manchester United

Nani á fleygiferð með Sporting Lissabon.
Nani á fleygiferð með Sporting Lissabon. Reuters

Ensku meistararnir í knattspyrnu, Manchester United, staðfestu á vef sínum í kvöld að gengið hefði verið frá samningum við tvo bráðefnilega leikmenn, brasilíska miðjumanninn Anderson frá Porto og portúgalska kantmanninn Nani frá Sporting Lissabon. Piltarnir ættu aðeins eftir að gangast í gegnum læknisskoðun og önnur formsatriði hjá félaginu.

Anderson er 19 ára gamall og kom til Porto frá Gremio í Brasilíu í árslok 2005. Hann er ekki í landsliðshópi Brasilíu sem mætir Englandi á föstudagskvöldið en er hinsvegar í þeim hópi sem landsliðsþjálfarinn Dunga hefur tilkynnt fyrir Ameríkubikarinn sem fer fram í Venesúela í næsta mánuði.

Nani er tvítugur og hefur oft verið líkt við landa sinn Cristiano Ronaldo vegna hraða síns og leikni. Hann hefur spilað fimm A-landsleiki fyrir Portúgal og skorað eitt mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert