Saha ekki klár í slaginn fyrr en í nóvember

Louis Saha gekkst undir aðgerð á hné í vikunni.
Louis Saha gekkst undir aðgerð á hné í vikunni. Reuters

Louis Saha, franski framherjinn í liði Manchester United, getur væntanlega ekki byrjað að spila með meisturunum fyrr en í nóvember en Saha gekkst undir aðgerð á hné í Bandaríkjunum í vikunni.

Saha missti mikið úr á leiktíðinni vegna meiðsla og umboðsmaður hans, Ranko Stojik, greindi frá því í samtali við enska blaðið Manchester Evening News í morgun að Saha hefði gengist undir aðgerð og verði frá æfingum og keppni næstu mánuðina.

Þessi tíðindi þykja auka líkurnar á að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, láti Saha fara frá Old Trafford í sumar en það hefur farið nokkuð í skapið á Ferguson hversu mikill hrakfallabálkur Saha hefur verið frá því hann kom til liðsins frá Fulham fyrir þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert