Hill-Wood gefur lítið fyrir afsakanir Henrys

Thierry Henry á Nou Camp í fyrrakvöld þar sem hann …
Thierry Henry á Nou Camp í fyrrakvöld þar sem hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum Barcelona. Reuters

Peter Hill-Wood stjórnarformaður Arsenal gefur lítið fyrir afsakanir Thierry Henrys fyrir því að hann ákvað að yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Barcelona. Henry sagði megin ástæðu þess að hann ákvað að fara hafi verið þá að framtíð Wengers hjá Arsenal sé óljós en Wenger hefur ekki samþykkt að gera nýjan samning sem rennur út eftir næstu leiktíð.

,,Á þessu stigi veit ég ekki hvað Wenger hyggst fyrir. Ég er ekkert sérlega áhyggjufullur út af því sem Thierry sagði en hvort þetta hafi hafi haft áhrif á ákvörðun hans eða ekki verður bara að koma í ljós. Við áttum ekki von á að Thierry Henry færi og samningamálin við Wenger eru í vinnslu. Fyrir mér var þetta bara þetta afsökun hjá Henry. Ég geri mér góðar vonir um að Wenger haldi áfram," segir Hill-Wood í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert