Eggert reyndi að fá Djibril Cissé til West Ham

Djibril Cissé semur nær örugglega við Marseille.
Djibril Cissé semur nær örugglega við Marseille. Reuters

Ranko Stojic, umboðsmaður franska knattspyrnumannsins Djibril Cissé, sagði við BBC í dag að Eggert Magnússon hefði sýnt áhuga á að fá Cissé til West Ham. Cissé , sem er samningsbundinn Liverpool, gengur hinsvegar að öllum líkindum til liðs við Marseille þar sem hann var í láni á síðasta tímabili.

„Ég býst við því að gengið verði frá samningum í dag eða á morgun. Ég hef átt mjög annríkt í vikunni, þurft að fljúga sex flugferðir síðustu tvo sólarhringana, og því miður hef ég ekki getað hringt til baka í alla sem höfðu samband við mig, m.a. Eggert Magnússon hjá West Ham," sagði Stojic við BBC.

Cissé, sem er 25 ára, hefur verið í röðum Liverpool í þrjú ár en missti mikið úr vegna alvarlegara meiðsla. Hann skoraði 8 mörk í 21 leik fyrir Marseille í vetur og hann hefur gert 9 mörk í 33 landsleikjum fyrir Frakkland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert