West Ham selur Konchesky til Fulham

Paul Konchesky er búinn að semja við Fulham.
Paul Konchesky er búinn að semja við Fulham. Reuters

Íslendingafélagið West Ham seldi í dag vinstri bakvörðinn Paul Konchesky til Fulham. Ekki var gefið upp hversu mikið Fulham greiddi fyrir hann en Konchesky hefur samið við félagið til fjögurra ára.

Konchesky er 26 ára gamall og kom til Charlton þegar hann var 16 ára. Hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila með aðalliði félagsins, 16 ára og 93 daga, fyrir tíu árum, en það tók hann fjögur ár til viðbótar að festa sig í sessi í liðinu.

Konchesky var lánaður til Tottenham um skeið árið 2003 og síðan seldur til West Ham árið 2005. Þá hafði hann leikið tvo A-landsleiki fyrir England en þeim hefur ekki fjölgað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert