Wenger: Ótrúlegt hve miklu félögin hafa eytt í leikmannakaup

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist vera hissa á eyðslusemi marga liða í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst hjá liðum á borð við Manchester United og Liverpool en bæði félög hafa eytt töluverðum fjárhæðum til leikmannakaupa í sumar.

Englandsmeistarar Manchester United hafa eytt 48 milljónum punda, 5,9 milljörðum króna, Liverpool rúmum 4 milljörðum en Arsenal hefur einungis pungað út 13,5 milljónum punda, 1,7 milljörðum, í nýja leikmenn í sumar. Chelsea hefur eytt svipaðri upphæð og Arsenal en af þeim fjórum leikmönnum sem Chelsea hefur fengið í sumar hefur það aðeins þurft að greiða fyrir Florent Malouda.

Wenger segir í samtali við breska blaðið Daily Mirror að hann ætli ekki að taka þátt í sama leik og United og Liverpool.

,,Það er ótrúlegt hve miklum peningum hefur verið eytt í leikmannakaup og og það lítur út fyrir að bankarnir hafi verið örlátir í ár. Þetta hefur komið mér á óvart en ég hef fyrst og fremst reynt að þróa og þroska þá leikmenn sem fyrir eru hjá félaginu. Ég með leikmenn eins og Abou Diaby, Denilson, Cesc Fabregas, Mathieu Flamini, Gilberto, Alexander Hleb, Theo Walcott, Tomas Rosicky og Emmanuel Eboue. Allir þessir leikmenn eru í framför og verða betri og betri. Ég vil halda áfram að vinna með þá í stað þess að kaupa leikmenn í einhverri fljótfærni," segir Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert