Ronaldo: Mætum sterkari til leiks í ár en í fyrra

Cristiano Ronaldo lyftir Samfélagsskildinum á loft eftir sigur United á …
Cristiano Ronaldo lyftir Samfélagsskildinum á loft eftir sigur United á Chelsea á Wembley í gær. AP

Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn snjalli í liði Englandsmeistara Manchester United, segir að lið United mæti töluvert sterkara til leiks á komandi leiktíð heldur en í fyrra en þá tókst liðinu að skáka Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Ronaldo segir í viðtali við breska blaðið Manchester Evening News að Manchester United hafi alla burði til að vinna Englandsmeistaratitilinn aftur í ár og gera atlögu að Evrópumeistaratitlinum en United var slegið út í undanúrslitum af Evrópumeisturum AC Milan á síðustu leiktíð.

,,Við lítum björtum augum á komandi leiktíð og teljum okkur eiga góða möguleika í ár. Það er alltaf erfitt að vinna úrvalsdeildina en liðið sem við teflum fram í dag er sterkara en í fyrra. Stjórinn hefur fengið til liðs félagið öfluga leikmenn sem styrkja það til muna. Ég er líka mjög spenntur að fá Tevez, hann er frábær leikmaður," segir hinn 22 ára gamli Ronaldo sem var útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar bæði af leikmönnum og íþróttafréttamönnum.

Ronaldo álítur að þrátt fyrir að Liverpool hafi látið töluvert til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar þá muni Chelsea verða aðal keppinautur Manchester United um titilinn líkt og á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert