Lita meiddist á rúmstokknum

Leroy Lita fagnar marki fyrir Reading ásamt Ívari Ingimarssyni.
Leroy Lita fagnar marki fyrir Reading ásamt Ívari Ingimarssyni. Reuters

Leroy Lita, sóknarmaður Reading og enska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, missir líklega af fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni, gegn Manchester United á sunnudaginn kemur. Hann meiddist á óvenjulegan hátt, í eigin rúmi.

„Leroy er mjög kvalinn. Hann vaknaði og teygði úr sér en þá gerðist eitthvað í öðrum fæti hans. Þetta eru meiðsli sem ekki er rétt að grínast með eða gera lítið úr.

Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist en þetta lítur út fyrir að hafa eitthvað með taugar að gera. Hann gæti hafa klemmt taug en hann gat varla gengið í gær og varð að sleppa æfingu. Þetta gerðist á svo snöggan og dramatískan hátt að við vonum að það hverfi jafn snögglega," sagði Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, við staðarblaðið Reading Evening Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert