Tap hjá Beckham í fyrsta leiknum

David Beckham lék í nótt fyrsta deildaleik sinn með bandaríska knattspyrnuliðinu LA Galaxy. Lið hans sótti DC United heim til Washington og mátti sætta sig við ósigur, 1:0, en Beckham, sem hefur átt við meiðsli að stríða eftir að hann kom til félagsins í síðasta mánuði, lék síðustu 15 mínúturnar.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, var á meðal áhorfenda í Washington en enska landsliðið á mikilvæga leiki framundan í undankeppni Evrópumótsins í haust.

„Það hefur ekki verið gaman að valda þeim vonbrigðum sem greiddu háar fjárhæðir til að fá mig til að spila, svo það var gott að komast loksins inná völlinn. Þetta var bæði gott og slæmt en ég finn ekki fyrir annarri pressu en þeirri að koma mér í gott stand og geta spilað á fullu á ný," sagði Beckham eftir leikinn.

David Beckham leyfði sér að brosa í viðtali eftir leikinn …
David Beckham leyfði sér að brosa í viðtali eftir leikinn í nótt, enda þótt lið hans hefði tapað. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert