Owen klár með Newcastle og enska landsliðinu

Michael Owen er kominn í gang á ný.
Michael Owen er kominn í gang á ný. Reuters

Michael Owen er klár í slaginn með Newcastle og enska landsliðinu í knattspyrnu eftir að hafa komist vel frá leik með varaliði félagsins í gærkvöld. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hann leiki með Newcastle gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur og með landsliði Englands gegn Þýskalandi í næstu viku.

Owen missti af fyrsta leik tímabilsins með Newcastle, gegn Bolton, á laugardaginn vegna meiðsla í lagi en þau eru nú að baki. Hann spilaði í 60 mínútur gegn utandeildaliðinu Newcastle Blue Star en Shola Ameobi gerði bæði mörkin fyrir varalið Newcastle í leiknum. Kieron Dyer lék einnig með Newcastle en hann var næstum því farinn til West Ham á dögunum eins og þá kom fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert