Sendinefnd frá West Ham til viðræðna við Eið Smára?

Eiður Smári Guðjohnsen er áfram í fréttunum í Englandi.
Eiður Smári Guðjohnsen er áfram í fréttunum í Englandi. Reuters

Netútgáfa enska dagblaðsins Daily Mail fullyrðir í dag að Íslendingafélagið West Ham hafi sent fulltrúa sína ásamt umboðsmanni til Barcelona til þess að reyna að ná samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að ganga til liðs við félagið.

Blaðið fullyrðir áfram að Eiður hafi krafist 100 þúsund punda,13,2 milljóna íslenskra króna, í vikulaun hjá West Ham. Eiður hefur borið þær fréttir til baka. Daily Mail segir að West Ham sé tilbúið til að greiða honum 80 þúsund pund á viku, 10,6 milljónir króna, og að Barcelona sé tilbúið til að selja hann á 6,7 milljónir punda, eða tæpar 900 milljónir króna.

Samkvæmt Daily Mail hefur Eiður sett samningamálin alfarið í hendur föður síns og umboðsmanns, Arnórs Guðjohnsens. Sagt er að Alan Curbishley vilji setja tímamörk á Eið og ætli að snúa sér að Ayiegbeni Yakubu hjá Middlesbrough ef Íslendingurinn gefi ekki eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert