Manchesterliðin að slást um Huntelaar?

Klaus Jan Huntelaar skoraði 36 mörk á síðasta tímabili.
Klaus Jan Huntelaar skoraði 36 mörk á síðasta tímabili. Reuters

Enska dagblaðið News of the World fullyrðir í dag að grannliðin Manchester United og Manchester City heyi nú einvígi um að fá Klaas Jan Huntelaar, sóknarmann Ajax og hollenska landsliðsins, í sínar raðir þegar opnað verður á ný fyrir félagaskiptin í knattspyrnunni um áramótin komandi.

Huntelaar er 24 ára gamall og skoraði 36 mörk í 51 leik fyrir Ajax á síðasta keppnistímabili. Ajax mistókst að vinna sér sæti í Meistaradeild Evrópu þennan veturinn og þar með er talið líklegt að félagið neyðist til að selja þennan verðmætasta leikmann sinn.

Talið er að Huntelaar kosti um 18 milljónir punda og Ajax gæti ekki staðist slíkt tilboð vegna fjárhagsstöðu félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert