Hargreaves og Lampard ekki með gegn Rússum

Frank Lampard getur ekki leikið með Englendingum gegn Rússum vegna …
Frank Lampard getur ekki leikið með Englendingum gegn Rússum vegna meiðsla. Reuters

Englendingar verða án Owen Hargreaves og Frank Lampard í leiknum gegn Rússum í undankeppni Evrópumótsins sem fer á miðvikudag. Þeir gátu ekki leikið með Englendingum í 3:0 sigrinum gegn Ísraelsmönnum í fyrradag vegna meiðsla og í kvöld staðfesti Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga við fréttamenn að þeir yrðu ekki með.

Þar með þykir víst að McClaren stilli upp sömu leikmönnum á miðjunni í leiknum við Rússa en þeir Gareth Barry, Steven Gerrard, Shaun Wright-Phillips og Joe Cole skipuðu miðjustöðurnar og þóttu standa fyrir sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert