Michael Owen haltraði aftur af velli

Michael Owen er ekki enn laus við meiðsli.
Michael Owen er ekki enn laus við meiðsli. Reuters

Michael Owen, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, haltraði af velli í annað skiptið á einni viku þegar lið hans, Newcastle, lék við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann fer í myndatöku vegna meiðsla í nára, rétt eins og eftir leikinn gegn Derby síðasta mánudag.

„Hann fer í aðra myndatöku, við fáum sérfræðing til að gefa nýtt álit á meiðslunum og sjáum svo til með framhaldið. Enda þótt fyrri myndatakan hefði sýnt að allt væri í lagi á hann greinilega þrálátlega í vandræðum með þetta svæði," sagði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle.

Allardyce sagði jafnframt að ef í ljós kæmi að Owen þyrfti að fara í aðgerð, yrði hún drifin af. Það er því óvissa með þátttöku hans í leikjum Englands gegn Eistlandi, Rússlandi og Króatíu á lokasprettinum í undankeppni Evrópumótsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert