Chelsea lækkar miðaverðið

Stamford Bridge heimavöllur Chelsea.
Stamford Bridge heimavöllur Chelsea. Reuters

Chelsea hefur ákveðið að lækka miðaverð á leiki liðsins í Meistaradeildinni í kjölfarið á dræmri aðsókn á leik Chelsea gegn Rosenborg í síðustu viku. Aðeins tæplega 25.000 mættu á Stamford Bridge en völlurinn tekur 40.555 manns.

Forráðamenn Chelsea hafa lækkað miðaverðið og bjóða nú fullorðins miða á leikina gegn Schalke og Valencia í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fara í október og desember, á 25 pund, 3.200 íslenskrar krónur, og barnamiðana á 12 pund sem jafngildir 1.500 krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert