Margir meiddir hjá West Ham

Anton Ferdinand er einn fjölmargra leikmanna West Ham sem eru …
Anton Ferdinand er einn fjölmargra leikmanna West Ham sem eru meiddir. Reuters

Alan Curbishley knattspyrnustjóri West Ham segist afar ánægður að frí sé komið í úrvalsdeildina en ekkert verður leikið í deildinni fyrr en um aðra helgi þar sem fram undan eru leikir í Evrópukeppni landsliða.

Mikið er um meiðsli í leikmannahópi West Ham en þrír leikmenn liðsins, Dean Ashton, George McCartney og Luis Boa Morte, fóru allir á sjúkralistann eftir leik liðsins gegn Aston Villa á laugardaginn og er sjúkralistinn orðinn langur hjá Íslendingaliðinu.

,,Það er kærkomið að fá frí því ég efast um að ég gæti fundið 11 leikmenn sem eru heilir. Óheppnin hefur elt okkur. Julien Faubert og Kieron Dyer eru alveg úr leik á tímabilinu og þeir Anton Ferdinand, Scott Parker og Craig Bellamy eru allir frá vegna meiðsla þessa stundina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka