Sjö þjóðir geta tryggt sér sæti á EM

Englendingar tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM takist þeim að …
Englendingar tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM takist þeim að leggja Rússa að velli í Moskvu í dag. Reuters

Sjö þjóðir geta í kvöld tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram í Austurríki og Sviss næsta sumar en 20 leikir eru á dagskrá í undankeppninni í kvöld.

Þjóðverjar urðu fyrstir til að vinna sér keppnisréttinn í úrslitakeppninni en í kvöld geta Skotar, Grikkir, Tékkar, Króatar, Englendingar, Svíar og Rúmenar tryggt sér sæti á EM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert