Drogba sér eftir ummælum sínum

Didier Drogba ætlar ekki að ræða framtíðarmál sín frekar í …
Didier Drogba ætlar ekki að ræða framtíðarmál sín frekar í bili. Reuters

Didier Drogba, markahrókurinn í liði Chelsea, kveðst sjá mjög eftir þeim ummælum sínum við franska knattspyrnutímaritið France Football í vikunni að hann vildi komast burt frá Lundúnaliðinu.

Drogba gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann kvaðst vera leikmaður Chelsea, og stæði 100 prósent á bakvið knattspyrnustjórann, samherjana og félagið.

"Ég mun ekki ræða frekar framtíð mína fyrr en ég sest niður í einrúmi með forráðamönnum félagsins að þessu tímabili loknu," sagði í yfirlýsingu Drogba.

Í viðtalinu kvaðst hann vilja yfirgefa Chelsea í kjölfarið á því að José Mourinho hætti þar störfum sem knattspyrnustjóri. "Það er eitthvað að hjá Chelsea og það stórsér á leikmannahópnum. Ekkert getur hindrað mig í að fara héðan," sagði Drogba við France Football og nefndi Barcelona, Real Madrid, AC Milan og Inter Mílanó sem mögulega áfangastaði hjá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert