Wenger: Allt gekk upp hjá okkur

Theo Walcott og Alexander Hleb voru báðir á skotskónum í …
Theo Walcott og Alexander Hleb voru báðir á skotskónum í kvöld. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hrósaði sínum mönnum í hástert eftir glæsilegan sigur liðsins gegn Slavia Prag á Emirates Stadium í kvöld. Arsenal vann stósigur, 7:0, og jafnaði met Juventus sem vann Olympiakos með sama mun árið 2003.

,,Við vildum fá þrjú stig og spila vel en maður gat aldrei reiknað með því að skora sjö mörk. Það gekk nánast allt upp hjá okkur. Ég vildi leyfa Theo að byrja inná í stórleik og hann spilaði svo sannarlega vel," sagði Wenger eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert