Sir Alex ánægður með sóknarmennina

Carlos Tevez og Wayne Rooney fögnuðu báðir mörkum í dag.
Carlos Tevez og Wayne Rooney fögnuðu báðir mörkum í dag. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði sóknarmönnum sínum í hástert eftir sigur liðsins, 4:1, á Middlesbrough í dag. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Nani sáu um að skora mörkin og Cristiano Ronaldo átti marga frábæra spretti í leiknum.

,,Ég sagði fyrir nokkrum vikum að þeir ættu eftir að ná saman og nú er það orðið. Liðið spilar vel þessa dagana og þeir Nani, Ronaldo, Rooney og Tevez eru allt frábærir leikmenn og í dag sýndu þeir frábæra takta í sókninni," sagði Sir Alex en eftir sigurinn komust lærisveinar hans á topp deildarinnar.

Þetta var fjórði leikurinn í röð sem United skorar fjögur mörk en eins og mörgum er í fersku minni gekk liðinu ákfaflega illa að skora í fyrstu leikjum sínumþ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert