Megson vill ekki sleppa Gary Speed

Gary Speed verður áfram hjá Bolton.
Gary Speed verður áfram hjá Bolton. Reuters

Gary Megson, nýráðinn knattspyrnustjóri Bolton, vill ekki leyfa hinum reynda Gary Speed fara til Sheffield United að láni eins og til stóð. Megson kveðst þurfa á kröfum þessa 38 ára gamla miðjumanns að halda til að koma Bolton af botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Speed hefur leikið í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992 og verið lykilmaður hjá Bolton síðustu árin. Hann var jafnframt ráðinn aðstoðarþjálfari í sumar, þegar Sammy Lee tók við liðinu, en síðan slettist uppá vinskapinn, Speed hætti sem þjálfari og vildi komast í burt. Það var hinsvegar Lee sem hvarf á braut og Megson ráðinn í hans stað.

"Gary verður ekki lánaður, ég lít á hann sem lykilmann í áætlunum okkar fyrir veturinn. Gary hefur verið frábær síðan ég kom hingað. Hann er stórkostlegur maður og hefur mjög jákvæð áhrif á alla, í búningsklefanum, á æfingasvæðinu, og á vellinum, rétt eins og ég átti von á. Hann hefur átt magnaðan feril, við viljum að hann ljúki honum vel, rétt eins og hann sjálfur," sagði Megson við Skysports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert