Torres varar við því að reka Benítez

Torres, Reina og Benítes á æfingu.
Torres, Reina og Benítes á æfingu. PHIL NOBLE

Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur varað þá Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool, við því að láta Rafael Benítez, knattspyrnustjóra félagsins fara. Torres segir að ef hann verði látinn taka pokann sinn þá munu allir bestu leikmenn liðsins fara frá því.

Benítez hefur deilt við eigendur félagsins vegna stefnu þeirra í kaupum á leikmönnum. Stuðningsmenn Liverpool sýndu hinum 47 ára gamla knattspyrnustjóra stuðning sinn í verki í síðustu viku þegar þeir marseruðu saman á leik liðsins við Porto í Meistaradeildinni.

„Hann getur ekki farið. Stuðningsmennirnir hafa sýnt sinn hug enda hefur Benítez skapað gott lið og það er alveg ljóst að ef hann verður látinn fara þá munu mjög margir leikmenn hugsa vel sinn gang. Benítez er ekki eins og einhver stjóri, hann hefur skapað gott lið og setur traust sitt á leikmenn sína,“sagði Torres.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert