Fabregas stendur sig best

Cesc Fabregas Spánverjinn snjalli í liði Arsenal.
Cesc Fabregas Spánverjinn snjalli í liði Arsenal. Reuters

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni það sem af er samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth, er eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 leikmanna listann en Hermann er í 75. sæti.

Tíu stigahæstu leikmennirnir eru:

Ces Fabregas, Arsenal 287

Benjani, Portsmouth 283

Frank Lampard, Chelsea 260

Martin Petro, Mancester City 252

Gabriel Agbonlahor, Aston Villa 235

Rio Ferdinand, Mancester United 235

Elano, Manchester City 233

Martin Laursen, Aston Villa 223

Emmanuel Adebayor, Arsenal 218

John Utaka, Portsmouth 216

Cristiano Ronaldo, sem ásamt Emmanuel Adebayor, er markahæstur í úrvalsdeildinni, með níu mörk er í 27. sæti á tölfræðilistanum með 186 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert