Capello væntanlegur til Lundúna í dag

Fabio Capello er að taka við þjálfun enska landsliðsins.
Fabio Capello er að taka við þjálfun enska landsliðsins. Reuters

Fabio Capello er væntanlegur til Lundúna í dag til viðræðna við forkólfa enska knattspyrnusambandsins en talið er líklegt að gengið verði frá ráðningu Ítalans í starf landsliðsþjálfara einhvern næstu daga.

Capello er 61 árs gamall sem á glæsilegan þjálfaraferil að baki en hann hefur undantekningalaust náð góðum árangri með þau lið sem hann hefur stýrt en Capello hefur verið við stjórnvölinn hjá AC Milan, Juventus, Roma og Real Madrid.

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eru báðir þeirrar skoðunar að Capello sé rétti maðurinn í starfið.

,,Englendingar fá ekki betri þjálfara en Capello,“ segir Wenger og haft er eftir Ferguson; „Hann hefur alla þá reynslu og þekkingu sem til þarf og er að mínu mati besti kosturinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert