Beckham fær að æfa með Arsenal

David Beckham fagnar marki sínu með LA Galaxy gegn Sydney …
David Beckham fagnar marki sínu með LA Galaxy gegn Sydney FC í Ástralíu í síðasta mánuði. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal reiknar með að David Beckham verði við æfingar hjá liðinu í næsta mánuði en þar sem hann er í fríi hjá bandaríska liðinu LA Galaxy þarf hann að halda sér í formi eigi hann að koma til álita í fyrsta landsliðshóp Fabio Capello.

Englendingar mæta Svisslendingum í vináttuleik þann þann 6. febrúar og verður það fyrsti leikur þeirra undir stjórn Ítalans Fabio Capello.

„Við viljum hjálpa honum að komast í form og undirbúa sig fyrir tímabilið. Það er góðar líkur á að verði við æfingar hjá okkur í janúar en það hefur samt ekkert verið ákveðið,“ sagði Wenger í samtali við breska ríkisútvarpið í dag.

Æfingasvæði Arsenal er skammt frá heimili Beckhams í Hertfordhire í Lundúnum en Beckham skortir einn leik til að ná 100 leikjum með enska landsliðinu.

„Hann hefur spilað 99 landsleiki og ég vona að þeir verði 100 og ef ekki 100 þá 120. Á hans aldri þurfa menn að halda sér í góðu formi,“ sagði Wenger og útilokaði að Beckham myndi ganga í raðir Arsenal. „Hann verður bara við æfingar, svo mikið er víst. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert