Ívar í liði vikunnar

Ívar Ingimarsson í baráttu við Didier Drogba framherja Chelsea.
Ívar Ingimarsson í baráttu við Didier Drogba framherja Chelsea. Reuters

Ívar Ingimarsson er í liði vikunnar hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, fyrir frammistöðu sína með Reading gegn Sunderland í gær. Ívar skoraði fyrra mark sinna manna í 2:1 sigri, og þótti mjög traustur í vörninni.

Ívar fékk einnig góðan dóma hjá sparkspekingum Sky Sport en þeir gáfu honum 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína og fékk hann hæstu einkunn leikmanna liðsins ásamt Stephen Hunt. Brynjar Björn Gunnarsson fékk 6 fyrir leik sinn.

Lið vikunnar hjá BBC er þannig skipað:

Manuel Almunia, Arsenal

Bacary Sagna, Arsenal

Ívar Ingimarsson, Reading

Sami Hyypia, Liverpool

Ricardo Gardner, Bolton

Cristiano Ronaldo, Manchester United

Cesc Fabregas, Arsenal

Gareth Barry, Aston Villa

El-Hadji Diouf, Bolton

Nicolas Anelka, Bolton

Ferando Torres, Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert