Tottenham staðfestir kaup á Gunter

Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham.
Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham. Reuters

Staðfest var úr herbúðum Tottenham í dag að félagið hafi náð samkomulagi við Cardiff um kaup á welska landsliðsmanninum Chris Gunter. Kaupverðið getur orðið allt að 3 milljónum punda, 380 milljónir íslenskra króna, og gengur Gunter til liðs við Lundúnaliðið í næsta mánuði.

Gunter er 18 ára gamall bakvörður sem vann sér sæti í aðalliði Cardiff á síðustu leiktíð og er hann yngsti leikmaðurinn til að spila með landsliði Wales en hann var 17 ára gamall þegar hann spilaði gegn Ný-Sjálendingum.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham festir kaup frá því hann tók við liðinu af Martin Jol.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert