Meiðslin hjá Tevez skyggðu á sigur United

Tevez borinn af velli eftir leik United og Birmingham í …
Tevez borinn af velli eftir leik United og Birmingham í dag. Reuters

Argentínumaðurinn Carlos Tevez, sem tryggði Englandsmeisturum Manchester United sigurinn á Birmingham í dag, meiddist á ökkla og haltraði af velli um miðjan seinni hálfleik. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United, sagði eftir leikinn að Tevez hefði verið tæklaður illa og meiðslin hafði ágerst því lengur sem hann var inni á vellinum.

Ferguson sagði litlar líkur á að Tevez yrði með í bikarleiknum gegn Aston Villa á Villa Park um næstu helgi en hann sagðist vongóður um geta teflt Wayne Rooney fram sem ekki gat leikið í dag frekar en í leiknum gegn West Ham á sunnudaginn vegna veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert