Chelsea sektað um rúmar 5 milljónir króna

Juliano Belletti og Shaun Wright-Phillips fagna marki með Chelsea á …
Juliano Belletti og Shaun Wright-Phillips fagna marki með Chelsea á leiktíðinni. Reuters

Enska knattspyrnusambandið sektaði í dag Chelsea um 40.000 pund, 5,2 milljónir króna, vegna óprúðmannlegrar framkomu leikmanna liðsins gegn dómaranum í viðureign Chelsea og Derby í lok nóvember.

Leikmenn Chelsea með fyrirliðann John Terry í broddi fylkingar gerðu aðsúg að Andre Marriner dómara leiksins eftir að hann vísaði Michael Essien að velli fyrir að slá til leikmanns Derby.

Chelsea hafði betur í leiknum 2:0 en á síðasta ári var félagið sektað um 30.000 fyrir svipaða uppákomu í leik Manchester United og Chelsea.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert