Eiður Smári orðaður við Tottenham

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við sig í sumar að því er fram kemur í enskum netmiðlum í dag.

Ramos hyggst losa sig við framherjann Darren Bent sem Tottenham keypti frá Charlton fyrir 16,5 milljónir punda, 2,1 milljarð króna, í sumar og þar sem Jermain Defoe er farinn til Portsmouth þá vill Ramos fá Eið Smára. Spánverjinn er sagður reiðbúinn að punga út 7 milljónum punda fyrir Íslendinginn, 900 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert