Kennir Taylor ekki um fótbrotið

Reuters

Króatíski landsliðsmaðurinn Eduardo Da Silva segist ekki kenna Martin Taylor um að hann fótbrotnaði illilega í leik Arsenal og Birmingham á laugardaginn. Taylor braut þá á honum strax í upphafi leiks þannig að hann brotnaði illa á vinstra fæti.

„Ég man lítið eftir þessu, nema bara að ég leit á fótinn og sá að hann snéri ekki rétt, eftir það er þetta allt í móðu hjá mér,“ sagði Eduardo og bætti því við að hann kærði sig ekkert um að sjá þetta, hvorki í dagblöðum né sjónvarpi.

„Þetta var óviljandi hjá honum. Svona hlutir gerast í fótboltanum og lítið við því að gera í rauninni. Ég veit ekki hvað ég verð lengi frá en ég ætla mér að vera fljótur að því,“ sagði Eduardo sem missir af EM í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert